Viðskiptavinir geta valið milli afhendingar á vörum í sjófrakt eða hraðsendingu með flugfrakt.
Lágmarks pöntun í vefverslun er kr. 50.000,-
Afhending:
Verð í vefverslun miðast við flutning með sjófrakt og er
afhendingartími vara 15 til 30 dagar.
Innifalið í verði er frí heimsending á vörum innan höfuðborgarsvæðisins.
Þjónusta við landsbyggðina miðast við afhendingu á vörum hjá Samskip landflutningum í Skútuvogi, Reykjavík og greiðir móttakandi flutningsgjald innanlands skv gjaldskrá Samskipa.
Hraðsending - Afhending 2 til 5 dagar
Viðskiptavinur getur pantað vöru með hraðsendingu.
Viðskiptavinur greiðir hærra verð fyrir hraðsendingarþjónustu og senda starfsmenn Icenordic verðtilboð til viðskiptavinar.
Fyrirspurn varðandi hraðsendingu:
hradsending@icenordic.is
Verð - skilmálar
Verð í vefverslun eru með vsk og miðast við staðgreiðslu vöru.Sækja þarf um reikningsviðskipti á vef fyrirtækisins.
Ábyrgð á vörum
Hefðbundnir ábyrgðarskilmálar gilda um allar vörur.
Tveggja ára ábyrgð er á öllum vörum frá og með útgáfudegi reiknings. Ekki er tekin ábyrgð á eðlilegu sliti á búnaði ef ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum framleiðanda í uppsetningu.
Ábyrgð fellur úr gildi ef aðrir en starfsmenn Icenordic gera tilraun til viðgerða á vörunni án samþykkis Icenordic. Vörur sem seldar eru í gegnum vefverslun eru ekki skilavörur nema um galla á vöru sér að ræða.
Fyrirspurn varðandi ábyrgð og verslunarskilmála:
fyrirspurn@icenordic.is